Velkomin á vefinn okkar

Frá árinu 1983 hefur Rögn verið leiðandi í sölu borða til fatamerkingar á Íslandi. Borðarnir, sem alltaf hafa verið framleiddir úr litekta gæðabómul, hafa slegið í gegn sem nafnaborðar til að merkja barnaföt, merkingar hjá fatahönnuðum og hjá þeim sem kjósa að merkja hannyrðir sínar.

Nú er hægt að panta þessa borða og merkingar beint frá framleiðandanum, DORTEX. Það mun ekki einungis þýða lægra verð til kaupanda heldur einnig gefa möguleika á að velja úr mun meira úrvali af merkingum og armmerkjum. Hvort sem þú þarft einungis á nokkrum nafnaborðum að halda til að merkja barnaföt eða á miklu magni af ofnum borðum eða merkingum þá hefur DORTEX lausnina.

Ofnir borðar, prentaðir eða ágrafið efni með laser, þvottamiðar eða aðrir miðar úr mismunandi efnum, ekki bara úr bómul, polyester og satíni heldur líka úr við og leðri, sem og vegan samþykktum efnum eins og gerfileðri og FloraPap®.

Nú er hægt að panta bómullar nafnaborðana og strauborðana beint í gegnum Cottonera kerfið. Þar að auki er hægt að velja úr mörgum mismunandi tegundum af merkingum, til dæmis er hægt að velja leðurmerkimiða eða límmiða í mismunandi útfærslum og jafnvel bæta við sínu eigin logo.